forsidumynd.jpg

Um Enor ehf.

Print

Enor ehf. er norðlenskt endurskoðunarfyrirtæki sem stofnað var í júní 2012 og byggir á áralangri reynslu starfsmanna þess á sviði endurskoðunar og tengdrar þjónustu. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar faglega og góða þjónustu og höfum á að skipa starfsfólki með mikla starfs- og verkefnareynslu. 

 

Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri en við erum einnig með starfsstöðvar á Húsavík og í Reykjavík og höfum hug á að opna starfsstöðvar á fleiri stöðum á landinu innan tíðar.

 

Hjá Enor starfa fjórir löggiltir endurskoðendur. 

 

Enor ehf. hefur hlotið starfsleyfi sem endurskoðunarfyrirtæki frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

 

Samstarf og samvinna

Við hjá Enor leggjum mikið upp úr samvinnu og höfum á að skipa öflugu teymi sem hefur unnið mikið saman og hefur mikla reynslu af stærri og smærri endurskoðunarverkefnum auk samskipta við endurskoðendur og viðskiptavini erlendis.  

 

Við erum í samstarfi við lögfræðinga á sviði félaga- og skattaréttar til þess að aðstoða okkur og viðskiptavini okkar í flóknari málum.

 

Gæðamál eru okkur mikilvæg

Endurskoðunarverkefni Enor eru unnin í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Til þess að tryggja gæði og samkvæmni í vinnu okkar hefur Enor sett upp gæðakerfi sem heldur utan um ábyrgð, verklag og framkvæmd gæðamála hjá félaginu ásamt þeim siða- og verklagsreglum sem félagið hefur sétt sér. Gæðakerfið styður við innri og ytri endurskoðunarverkefni félagsins.