Til baka

Skattaráðgjöf & félagaréttur

Einstaklingar sem og fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum þurfa að eiga við skatta- og lagaumhverfi sem tekur sífelldum breytingum. Skattamál sem kunna að koma upp geta verið flókin og oft eru miklir hagsmunir undir sem vert er að skoða með sérfræðingum áður en ákvarðanir eru teknar. Enor býður upp á almenna framtals- og skattaráðgjöf sem og sérhæfða ráðgjöf við úrlausn flóknari viðfangsefna á sviði skattaréttar.

Starfsmenn Enor hafa einnig víðtæka þekkingu og reynslu af stofnun fyrirtækja og úrlausnum á sviði félagaréttar.

Þjónusta okkar á sviði skatta- og félagaréttar:

  • Ráðgjöf og úrlausnir á sviði skattamála
  • Skattframtalsgerð
  • Stofnun fyrirtækja, slit, samrunar ofl.
  • Önnur ráðgjöf og úrlausnir á sviði félagaréttar
Björn Óli Guðmundsson, Forstöðum. Enor í Rvk
Davíð Búi Halldórsson, Löggiltur endurskoðandi