Til baka

Fyrirtækjaráðgjöf

Að mörgu þarf að huga þegar teknar eru ákvarðanir í rekstri fyrirtækja eða í tengslum við fjárfestingar. Starfsmenn Enor hafa aflað sér góðrar þekkingar og reynslu við framkvæmd ýmissa verkefna á sviði fyrirtækjaráðgjafar og geta aðstoðað þig við að ná þínum markmiðum. Áhersla okkar er á framkvæmd áreiðanleikakannana og verðmata en við sinnum einnig annarri ráðgjöf fyrir viðskiptavini okkar.

Meðal þjónustu sem Enor býður á sviði fyrirtækjaráðgjafar:

  • Áreiðanleikakannanir
  • Verðmöt
  • Ráðgjöf við kaup og sölu eigna
  • Önnur tengd ráðgjöf

 

Nánar um ráðgjöf við kaup og sölu eigna

Enor undir merkinu Vörðusteinn kemur að eigendaskiptum og söluferli fyrirtækja og rekstrareininga. Við sérhæfum okkur í fyrirtækjasölu og veitum bæði seljendum og kaupendum faglega ráðgjöf. Við veitum ráðgjöf og aðstoðum við samningaviðræður og gerð kauptilboða og kaupsamninga.

Hjá okkur er mikil uppsöfnuð reynsla við að ráðleggja hugsanlegum kaupendum og seljendum þegar fyrirtæki eða rekstrareiningar ganga kaupum og sölum, við mat á rekstrar og fjárhagsupplýsingum og við skjalagerð og frágang viðskipta.

Sjá nánari upplýsingar á vefsvæði Vörðusteins, https://www.enor.is/is/vordusteinn

Davíð Búi Halldórsson, Löggiltur endurskoðandi
Arnar Már Jóhannesson, Löggiltur endurskoðandi